Íslensk bláskel með kryddjurtum í hvítvínssoði

Fyrir 4

Hráefni

Íslensk bláskel, 1 kg / Fæst í Melabúðinni

Hvítvín, 250 ml

Smjör, 40 g

Skalottlaukur, 50 g

Hvítlaukur, 3 rif

Basilíka, 15 g

Steinselja, 10 g

Chiliflögur, 1 ml

Gott súrdeigsbrauð

Aðferð:

 

Þráðskerið og skrúbbið skeljarnar undir köldu vatni ef þarf. Hendið þeim skeljum sem eru þegar opnar og loka sér ekki aftur sjálfar.

Smásaxið skalottlauk ásamt basil og steinselju.

Hitið smá olíu í djúpum potti og steikið skalottlaukinn ásamt chiliflögum þar til laukurinn fer að mýkjast en varist að hafa hitann svo háan að laukurinn brúnist. Pressið hvítlauk saman við og steikið áfram í stutta stund þar til hvítlaukurinn fer að ilma. Saltið örlítið en hafið í huga að bláskelin er þegar svolítið sölt.

Bætið hvítvíni út í og hækkið hitann í hæstu stillingu. Setjið bláskelina út í pottinn og látið krauma vel undir loki í um 4-6 mín. Hristið aðeins í pottinum við og við. Hendið þeim skeljum sem opnast ekki við suðuna.

Hrærið smjöri og kryddjurtum saman við skeljarnar og hvítvínssoðið og berið fram með góðu súrdeigsbrauði og smjöri.

Vinó mælir með: Saint Clair Sauvignon Blanc með þessum rétt.

Uppskrift: Matur og Myndir

Post Tags
Share Post