Kjúklingaspjót
Fyrir 4 – 5
Hráefni
1 poki (um 900 g) Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri
100 ml Caj P grillolía – Honey
100 ml Caj P grillolía – Original
Aðferð
Skerið hvert kjúklingalæri í tvo hluta.
Setjið kjúklinginn í skál og veltið upp úr grillolíunum og leyfið að marinerast í að minnsta kosti klukkustund (yfir nótt er líka í lagi).
Þræðið upp á grillteina og grillið á vel heitu grilli í nokkrar mínútur á hvorri hlið þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
Fylltir sveppir
Hráefni
10 meðalstórir sveppir
1 dós Philadelphia rjómaostur með hvítlauk og kryddjurtum.
Hunang og graslaukur yfir í lokin.
Aðferð
Takið stilkinn úr sveppunum og skafið aðeins innan úr þeim.
Fyllið með rjómaosti og raðið á álpakka/eldfast mót sem má fara á grill (einnig má þetta fara í 200°C heitan ofn).
Setjið á efri grindina á grillinu á meðan þið grillið kjúklinginn (í um 10 mínútur).
Setjið smá hunang og saxaðan graslauk yfir áður en sveppirnir eru bornir fram.
Annað meðlæti
Sætkartöflufranskar (keyptar tilbúnar og eldaðar)
Heinz hvítlaukssósa (keypt tilbúin í flösku)