Mexíkóskálar

8 – 10 skálar

Hráefni

8-10 Mission street tacos vefjur

500 g nautahakk

1 poki tacokrydd

Ostasósa

Rifinn ostur (cheddar og mozzarella)

Guacamole (sjá uppskrift að neðan)

Salsasósa

Sýrður rjómi

Aðferð

Hitið ofninn í 200°C.

Steikið hakkið og kryddið með tacokryddinu.

Komið vefjunum fyrir í bollakökuformi úr áli svo úr verði nokkurs konar skál.

Setjið væna matskeið af ostasósu í botninn, fyllið upp í með hakki og stráið að lokum vel af rifnum osti yfir allt saman.

Bakið í um 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og útbúið guacamole á meðan.

Berið síðan fram með salsasósu, sýrðum rjóma og guacamole.

Guacamole uppskrift

Hráefni

3 stór þroskuð avókadó

2 tómatar

2 hvítlauksrif

½ rauðlaukur (saxaður)

4 msk. kóríander

½ lime (safinn)

½ tsk. salt

¼ tsk. pipar

Aðferð

Stappið avókadó niður og skerið tómatana smátt (takið innan úr þeim fyrst).

Rífið hvítlauksrifin saman við, bætið lauknum ásamt söxuðu kóríander í skálina og kreistið lime safann yfir.

Blandið öllu saman og kryddið með salti og pipar.

Vinó mælir með: Stella Artois með þessum rétti.

Uppskrift: Gotteri