Penne alla vodka
Fyrir 2
Hráefni
Penne pasta, 250 g td De Cecco
Pancetta eða beikon, 100 g
Vodka, 60 ml
San Marzano tómatar, 1 400 g dós (Mega vera venjulegir)
Tómatpúrra, 3 msk
Chiliflögur, 1 ml
Laukur, 1 stk
Hvítlaukur, 4 rif
Rjómi, 120 ml
Smjör, 50 g
Steinselja, 10 g
Parmesan, 50 g
Lítið baguette brauð, 1 stk
Aðferð:
Setjið vatn í pott ásamt ríflegu magni af salti og náið upp suðu.
Setjið San Marzano tómata í blandara eða maukið innihald dósarinnar með töfrasprota.
Saxið lauk smátt. Pressið 3 hvítlauksrif. Skerið pancetta eða beikon í bita.
Steikið pancetta/beikon við miðlungshita þar til kjötið er stökkt og fallegt. Setjið á disk til hliðar og geymið.
Steikið lauk við miðlungshita þar til hann er glær og mjúkur (varist að brúna laukinn). Bætið pressuðum hvítlauk út á pönnuna ásamt chiliflögum og steikið þar til hvítlaukurinn fer að ilma. Bætið tómatpúrru út á pönnuna og steikið í nokkrar mín þar til tómatpúrran þykkist og dökknar aðeins.
Bætið maukuðum tómötum út á pönnuna ásamt helmingnum af pancetta/beikoni og svolitlu salti og látið malla í 10 mín þar til sósan þykknar aðeins.
Bætið rjóma út pönnuna, rífið ¾ af parmesanostinum saman við og látið malla í 5 mín.
Bætið penne pasta út í pottinn með sjóðandi vatninu og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Geymið 1 dl af pastavatninu áður en vatnið er sigtað frá pastanu.
Bætið vodka út á pönnuna með sósunni ásamt 25 g af smjöri og látið malla á meðan pasta sýður (amk 10 mín svo áfengið sjóði úr sósunni).
Bætið penne pasta út í pottinn með sósunni og blandið vel saman. Bætið við pastavatni eftir þörfum og látið malla í smástund þar til sósan hefur náð hæfilegri þykkt. Smakkið til með salti.
Saxið steinselju og hrærið saman við réttinn. Toppið með restinni af pancetta/beikoni og parmesanosti.
Bræðið 25 g smjör og pressið 1 hvítlauksrif saman við. Skerið baguette í tvennt og skerið helmingana svo í tvennt þversum. Smyrjið brauðin rausnarlega með hvítlaukssmjöri og rífið parmesan ost yfir. Bakið í miðjum ofni stilltum á 200C grill í nokkrar mín þar til osturinn er bráðinn og brauðið er búið að taka fallegan lit.