Rauðspretta í dasamlegri sósu
Fyrir 2
Hráefni
600 g rauðspretta (500 g roðflett. Ég læt roðfletta hana í fiskibúðinni)
1 lítið egg
1 dl hveiti
Krydd: Salt, pipar & laukduft eftir smekk
50-70 g smjör
½ dl hvítvín, ég nota Adobe Reserva Chardonnay
1 msk safi úr sítrónu
2 msk Organic Liquid hvítlaukur (Fæst í Fjarðarkaupum)
1-2 dl rjómi
1 msk kapers
10-15 ólífur eftir smekk (má sleppa)
Fersk steinselja
Kartöflur
250 g kartöflur
1 msk ólífuolía
½-1 msk Organic Liquid hvítlaukur (Fæst í Fjarðarkaupum)
Salt & pipar
½ dl Parmigiano reggiano
Aðferð
Byrjið á því að skera kartöflur smátt og blanda saman við ólífuolíu, hvítlaukinn, salt og pipar. Setjið í eldfast form og bakið í ofni við 190°C í 20 mínútur eða þar til kartöflurnar eru bakaðar í gegn. Á meðan kartöflurnar bakast þá er gott að græja fiskinn.
Skerið rauðsprettuna í bita. Kryddið bitana og veltið þeim upp úr hveiti. Pískið egg í skál og veltið rauðsprettubitunum upp úr eggi og að lokum aftur upp úr hveiti.
Bræðið smjör á pönnu á háum hita og steikið fiskinn upp úr smjörinu í 3-4 mínútur á hvorri hlið eða þar til hann er kominn með gyllta og stökka húð.
Bætið ólífum, kapers, hvítvíni, safa úr sítrónu og fljótandi hvítlauknum út í. Leyfið að malla í 1 mínútur og bætið rjómanum út í. Leyfið þessu að malla í nokkrar mínútur.
Blandið parmesan osti saman við kartöflurnar, dreifið steinselju yfir rauðsprettuna og njótið.