Risotto
Uppskrift fyrir 4
Hráefni
320 g arborio hrísgrjón
½ smátt saxaður laukur
150 g Salsiccia ítalskar grillpylsur
1 líter vatn
1 ½ teningur grænmetis- eða nautakraftur
50 g smjör
50 g parmesan ostur
Saffran krydd (duft) af hnífsoddi
Salt og pipar
Ólífuolía til steikingar
Aðferð
Byrjið á því að sjóða saman vatn og kraft og halda í þeim potti suðunni allan tímann.
Steikið laukinn upp úr ólífuolíu við meðalháan hita þar til hann mýkist aðeins.
Skerið þá pylsurnar niður eða rífið þær niður með fingrunum í litla bita og bætið í pottinn með lauknum og steikið áfram, kryddið til með pipar.
Hellið hrísgrjónunum nú saman við og leyfið þeim að steikjast aðeins með lauknum og pylsunum.
Þá má hella um helming soðsins yfir grjónin og leyfið þeim að drekka það í sig án þess þó að þau þorni upp í pottinum. Bætið alltaf einni og einni ausu af soði við eftir þörfum til þess að grjónin haldi áfram að sjóða þar til þau verða al dente og setjið einnig saffran saman við á þessum tímapunkti. Mögulega þarf ekki að nota allt soðið svo smakkið grjónin til hvað það varðar.
Þegar grjónin eru orðin al dente (eftir um 20 mínútur) þá má taka pottinn af hellunni og hræra smjörinu og parmesan ostinum saman við og bera síðan fram með enn meiri parmesanosti sé þess óskað.