Sætkartöflu súpa
Hráefni
500 g sæt kartafla
300 g gulrætur
1 laukur
2-3 msk olía
2 hvítlauksrif
1 líter grænmetissoð (vatn og grænmetisteningur)
rautt chillí pestó
½ tsk cumin
½ tsk paprikukrydd
Salt og pipar
Svartar baunir
Rifinn ostur
Snakk (má sleppa)
Aðferð
Skerið laukinn niður og steikið á pönnu upp úr olíu.
Rífið hvítlaukinn út á og steikið létt.
Flysjið kartöfluna og skerið í teninga ásamt gulrótunum. Bætið vatninu út á og sjóðið þar til mjúkt í gegn. Maukið með töfrasprota.
Bætið chillí pestóinu út á ásamt cumin og paprikukryddi, smakkið til með salt og pipar.
Bætið svörtu baununum út á og leyfið súpunni að malla í örfáar mínútur.
Berið fram með rifnum osti og snakki ef áhugi er fyrir því.