Sjávarréttasúpa
Hráefni
400 g humar
400 g blandað sjávarfang
1 laukur
1 paprika
1 gulrót
2 msk koníak
1 dl tómatmauk
1 l rjómi
2 dl hvítvín
2 tsk fiskikraftur
Salt & pipar
Fersk steinselja
Aðferð:
Skerið laukinn, paprikuna og gulrótina niður og steikið á pönnu upp úr örlítið af olíu. Setjið koníakið út á ásamt tómatmaukinu og blandið saman.
Bætið rjómanum út á pottinn og maukið grænmetið, látið sjóða í örfáar mín. Bætið hvítvíninu út á pottinn ásamt fiskikrafti. Kryddið til með salti og pipar og látið malla saman.
Setjið humarinn og blandaða sjávarfangið út í súpuna og slökkvið undir pottinum, látið standa þar til humarinn er eldaður (tekur aðeins örfáar mínútur ef humarinn er lítill).
Berið fram með ferskri steinselju.