Súkkulaðimús með sérrí

Uppskrift dugar í um 8 glös/skálar

Botn

150 g makkarónur

50 ml Harveys Bristol Cream sérrí

Aðferð

Myljið makkarónurnar gróft niður og setjið í stóra skál.

Hellið sérrí yfir og blandið saman, skiptið niður í glösin.

Súkkulaðimús uppskrift

Hráefni

400 g suðusúkkulaði

100 g smjör

4 egg

500 ml léttþeyttur rjómi

Aðferð

 

Bræðið súkkulaði og smjör í vatnsbaði þar til slétt og fallegt. Takið af hitanum og leyfið blöndunni að standa í að minnsta kosti 5 mínútur til að hitinn rjúki aðeins úr, hrærið reglulega í á meðan.

Pískið eggin saman í skál og blandið saman við í nokkrum skömmtum, pískið vel saman á milli.

Blandið næst um 1/3 af rjómanum saman við súkkulaðiblönduna varlega með sleikju.

Blandið því næst restinni af rjómanum saman við á sama hátt þar til slétt og falleg ljósbrún súkkulaðimús hefur myndast.

Skiptið niður í glösin og kælið í að minnsta kosti 3 klukkustundir eða yfir nótt. Gott er að plasta músina ef hún er kæld yfir nótt.

Toppur

Hráefni

500 ml þeyttur rjómi

Muldar makkarónur

Saxað suðusúkkulaði

Fersk blóm (má sleppa)

Aðferð

Setjið væna slettu af rjóma í hvert glas og stráið muldum makkarónum og söxuðu suðusúkkulaði yfir til skrauts.

Fallegt er síðan að skreyta glösin með ferskum blómum en það er smekksatriði.

Uppskrift: Gotteri.is