Cointreau vanillu Creme Brulee
Fyrir 4
Hráefni:
5 eggjarauður
80 g sykur
1 vanillustöng
20 cl rjómi
3 cl Cointreau
Aðferð:
- Skerið vanillustöng í tvennt eftir endilöngu og skafið fræin innan úr henni.
- Hellið rjóma í pott og bætið vanillufræjum og stöng og Cointreau í pottinn og hitið að suðu. Lækkið hitann þegar rjóminn er búinn að malla í um 5 mínútur.
- Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn saman þar til blandan verður létt og ljós.
- Hækkið aftur hitann þegar rjóminn er búinn að malla í fimm mínútur og náið upp suðu, sigtið blönduna og hellið henni saman við eggjablönduna.
- Hrærið vel saman og hellið í fjögur lítil form.
- Bakið við 150° C í um klukkustund.
- Setjið eftirréttinn inn í ísskáp yfir nótt. Mjög mikilvægt að kæla vel áður en hann er borinn fram
- Stráið 1 teskeið af púðursykri yfir hvert form og bræðið sykurinn með því að setja undir grillið í ofninum.