Cointreau súkkulaðimús

Uppskrift: Karen Guðmunds

Hráefni:

  • 150gr 60% súkkulaði
  • 60gr ósaltað smjör
  • 2 msk. Espresso
  • 2cl Cointreau líkjör
  • 3 stór egg
  • 60gr flórsykur
  • 1 tsk. vanilludropar

Aðferð:

  1. Bræðið saman súkkulaði, ósaltað smjör, espresso við vægan hita yfir vatnsbaði. Þegar súkkulaðið og smjörið er vel sameinað, bætið því cointreau saman við blönduna.
  2. Aðskiljið eggin með því að taka rauðuna til hliðar frá hvítunni. Þeytið eggjarauðuna og flórsykurinn saman í hrærivél. Blandið því síðan saman við súkkulaðiblönduna. Passið að súkkulaðiðblandan sé ekki of heit þegar þið blandið saman við eggjarauðuna. Súkkulaðiblandan mun þykkna lítillega og verða gljáandi.
  3. Stífþeytið eggjahvíturnar, hrærið síðan eggjahvítublöndunni mjög varlega saman við súkkulaðiðblönduna með að nota sleif, hrærið vanillunni út í að lokum með því að nota sleifina. Mjög mikilvægt að nota ekki þeytara á þessu stigi.
  4. Berið fram í fallegum glösum. Ávextir eftir smekk, ég notaði jarðaber og fannst það passa einstaklega vel saman við þessa súkkulaðimús. Svo er líka mjög gott að léttþeyta rjóma og setja ofan á súkkulaðimúsina ásamt súkkulaðispænum.