Dökk súkkulaðimús með Cointreau

Uppskrift: Linda Ben

Hráefni

400 g dökkt súkkulaði

250 ml rjómi

20 g hveiti

25 ml Cointreau

10 g sykur

1 vanillustöng

Undirbúiningur

Hitið rjómann nánast að suðu (u.þ.b. 80-90C). 

Hreinsið fræin úr vanillustönginni og bætið þeim út í pottinn með rjómanum.

Bætið hveitinu út í rjómann í pottinum og hrærið saman við þar til kekklaust.

Bætið sykrinum út í og hrærið saman við. Hitið þar til blandan byrjar að þykkna vel og bætið þá Cointreau saman við. Látið suðuna koma upp en slökkvið svo strax undir.

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og bætið svo rjómablöndunni út í súkkulaðið, blandið saman og skiptið súkkulaðimúsinni í glös (2-3, fer eftir stærð). Kælið í a.m.k. 1 klst. áður en borið er fram.

Skreytið með fínt söxuðu súkkulaði og ferskum berjum.