Freyðivínsbollakökur
Uppskrift: Linda Ben
Bollakökur
- 160 g smjör
- 280 g sykur
- 3 egg
- 300 g hveiti
- 2 tsk lyftiduft
- ½ tsk salt
- 1 tsk vanilludropar
- 170 ml freyðivín
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 170°C.
- Hrærið saman smjör og sykur þangað til blandan verður létt og loftmikil.
- Bætið eggjunum útí, eitt og eitt í einu.
- Blandið saman lyftiduft og salti út í hveitið og bætið því rólega saman við blönduna. Bætið vanilludropunum saman við.
- Bætið freyðivíninu út í rólega með hrærivélina í gangi.
- Setjið í muffinsform og bakið í 25 mín.
- Kælið kökurnar vel og gerið kremið.
Krem
- 400 g smjör
- 800 g flórsykur
- 50 ml freyðivín
Aðferð:
- Hrærið smjörið mjög vel þangað til það er létt og loftmikið.
- Bætið flórsykrinum saman við og hrærið mjög vel saman.
- Bætið freyðivíninu út í.
- Setjið kremið í sprautupoka með stórum opnum stjörnustút og sprautið því í topp, sjá myndband.
- Skreytið með rósagylltu matarglimmeri.
Vinó mælir með Emiliana Brut Organic í þessa uppskrift.