Frönsk súkkulaðikaka með Cointreau rjóma og súkkulaðikremi
Uppskrift: Karen Guðmunds
Hráefni:
Frönsk Súkkulaðikaka
- 4 egg
- 2dl sykur
- 200gr smjör
- 200gr suðusúkkulaði
- 1 dl hveiti
Krem á frönsku súkkulaðikökuna
- 1 dl rjómi
- 20 stk fílakaramellur
Cointreau Rjómakrem
- 4 dl rjómi
- 100 gr rjómasúkkulaði
- 20 gr smjör
- 1/2 dl Cointreau líkjör
Marengsbotn
- 4 eggjahvítur
- 200 gr sykur
- 1 tsk lyftiduft
Súkkulaði yfir kökuna
- 10 fílakaramellur
- 1/2 dl rjómi
- Ein appelsína (börkur raspaður yfir kökuna).
Aðferð:
Frönsk Súkkulaðakaka
- Hitið ofnin á 180°C (blástur)
- Þeytið sykur og egg saman þar til blandan verður létt og ljós.
- Bræðið súkkulaði og smjör við miðlungsháum hita (sett til hliðar).
- Blandið hveitinu við eggjablönduna.
- Bætið súkkulaðiblöndunni saman varlega saman við hina blönduna.
- Spreyið smjörspreyi í bökunarform (24cm form) og hellið deiginu í formið.
- Bakið í 30 mínútur við 180°C.
Krem
Rjómi og fílakaramellur brætt saman, og hellt yfir kökuna.
Marengs
- Hitið ofninn á 150°C
- Þeytið eggjahvítur, sykur og lyftiduft saman þar til marengsblandan er orðin stíf.
- Setjið marengsblönduna á pappírsklædda ofnplötu og myndið hring.
- Bakið við 150°C í 50 mínútur
- Leyfið marengsbotninum að standa inn í ofni yfir nótt.
Cointreau Rjómakrem
- Setjið rjómasúkkulaði í skál ásamt smjöri.
- Hitið rjóma að suðu og hellið yfir súkkulaðið og smjörið.
- Hellið Cointreau yfir þegar súkkulaðið er bráðnað. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið í ísskáp yfir nótt.
- Þeytið rjómakremið upp eins og venjulegan rjóma daginn eftir.
Fílakaramellusósa
- Hitið 10x fílakaramellur og rjóma saman í potti yfir miðlungsháum hita. Tilbúið þegar karamellurnar eru bráðnaðar saman við rjóman.
- Leyfið að kólna í nokkrar mínútur áður en sett er yfir kökuna.