Sérrí Triffli

Uppskrift: Linda Ben

Hráefni:

 

Aðferð:

  1. Bakið svampbotn samkvæmt leiðbeiningum og kælið hana svo. Á meðan kakan er inn í ofni, útbúið þá custard-ið.
  2. Blandið saman eggjarauðum, kornsterkju og sykri.
  3. Hitið mjólkina í potti þangað til hún er orðin volg, hellið henni þá í mjórri bunu út í eggjarauðu blönduna í mjórri bunu á meðan þið hrærið.
  4. Hellið svo eggja-mjólkurblöndunni aftur ofan í pottinn og hitið að suðu á meðan þið hrærið stanslaust í pottinum. Slökkvið strax undir pottinum þegar suðan er komin upp og blandan er orðin þykk.
  5. Setjið kremið í skál og leggið plastfilmu þétt við kremið, geymið inn í ísskáp þangað til komið er að því að raða saman eftirréttinum.
  6. Skerið svampbotninn þvert í tvennt, smyjið jarðaberja sultu á annan helminginn og lokið kökunni aftur.
  7. Með dessert glasinu, skerið út kökuna eins og sjá má á mynd hér fyrir ofan, hvolfið glasinu og þrífið glasbrúnina með hreinni tusku. Ef þið viljið bera réttinn fram á disk þá er hægt að nota smákökuform til að skera út kökuna.
  8. Setjið 1 msk af sérrí á hverja köku, reynið að bleyta hana allstaðar jafn mikið (notið teskeið ef ykkur finnst betra en þá þarf 3 teskeiðar)
  9. Skerið jarðaberin í sneiðar (skiljið 6 heil jarðaber eftir sem skraut) og skiptið þeim á milli glasa. Raðið nokkrum jarðaberjum á hlið kökunnar.
  10. Setjið 2-3 msk af custard í hvert glas.
  11. Þeytið rjómann og setjið 1-2 msk af rjóma í hvert glas.
  12. Setjið heilt jarðarber ofan í hvert glas og skreytið með rifnum sítrónuberki.

Share Post