Bragðmiklir þorskhnakkar eldaðir í einni pönnu
Uppskrift: Linda Ben
Hráefni:
- 700 g þorskhnakkar
- salt og pipar
- 2 msk ólífu olía
- 2 hvítlauksgeirar
- ½ tsk þurrkað rautt chilli
- ½ pakki forsoðnar kartöflur
- 200 g kirsuberjatómatar
- 1 dl hvítvín
- mosarella kúlur
- svartar heilar ólífur
- Börkur af 1 sítrónu
- Ferskt basil eftir smekk
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
- Setjið ólífu olíu á pönnu, skerið hvítlaukinn smátt niður og steikið hann á pönnunni með chillíinu.
- Setjið kartöflurnar út á pönnuna og steikið létt. Setjið tómatana á pönnuna og steikið. Kryddið þorskhnakkana með salti og pipar, setjið stykkin á pönnuna. Látið fiskinn steikjast í nokkrar mín og snúið honum svo við, gott að hræra í grænmetinu líka. Hellið hvítvíninu á pönnuna, setjið ólífurnar einnig á pönnuna og mosarella kúlurnar. Bakið í ofni í 20 mínútur.
- Rífið sítrónubörkinn og basil laufin yfir réttinn.
Vinó mælir með Vicar’s Choice Sauvignon Blanc með þessum rétt.