Lax og jarðaberjarsalsa

Uppskrift: Linda Ben

Hráefni:

  • 800g lax
  • salt
  • sítrónu pipar
  • ½ krukka fetaostur
  • franskar baunir
  • 10 jarðaber
  • 1 stk vorlaukur
  • safi úr ½ lime

 

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200ºC.
  2. Skerið laxinn í bita og kryddið hann vel með salti og sítrónu pipar eftir smekk.
    Setjið franskar baunir með í eldfasta mótið, kryddið þær líka örlítið.
    Setjið fetaost yfir laxinn og frönsku baunirnar, bakið inn í ofni í um það bil 20 mín eða þangað til laxinn er eldaður í gegn.
  3. Á meðan laxinn er inn í ofninum útbúið þá jarðaberja salsað með því að skera jarðaberin í bita og vorlaukinn smátt niður.
    Blandið því saman í skál og kreystið hálfa lime yfir.

 

Vinó mælir með Muga Rósavín með þessum rétt.

Share Post