Lax með sesamsteiktum núðlum

Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir

Hráefni:

Eggjanúðlur (eða hvaða núðlur sem er)

2 smátt saxaðir hvítlauksgeirar

Þumall af engifer

1 ferskur chilli eða tsk af chilliflögum

2 gulrætur

1 rauð paprika

ferskt rauðkál

Zucchini

2 laxaflök

Teryakisósa

Soyasósa

Sesamolía

Aðferð:

Skerðu laxinn í 3-4 cm strimla og raðaðu þeim á eldfast mót. Helltu teryakisósu yfir ásamt nokkrum sneiðum af engifer á hvern bita.
Settu laxinn inní 180° ofn í 10-12 mínútur.

Byrjaðu á því að sjóða núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum um magn fyrir hvern einstakling og eldunartíma.

Skerðu hvítlaukinn, chilli-ið og engiferið smátt og steiktu það á pönnu. Þegar það er orðið létt steikt bætir þú restinni af grænmetinu út á pönnuna. Þegar allt grænmetið er orðið létt steikt, hellir þú því í skál og lætur bíða.

Næst setur þú núðlurnar út á pönnuna og blandar svo grænmetinu saman við. Settu svo soyasósu og sesamolíu yfir og blandaðu vel saman.
Við erum að tala um kannski tvær matskeiðar af hvoru en byrjaðu á einni og smakkaðu svo til. Of mikið af sesamolíu getur skemmt bragðið.

Raðaðu núðlunum á diska og 1-2 laxabita yfir.
Ég mæli með kóríander, baunaspírum, lime eða sesamfræjum til að setja síðan yfir í lokinn.

Vinó mælir með Muga Rósavín með þessum rétt.

Share Post