Frönsk Lauksúpa
Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir
Hráefni fyrir 2
4-5 laukar
4 msk smjör
1 tsk salt
½ bolli þurrt hvítvín
4 bollar vatn
2 tsk Oscar kjötkraftur
1 msk hveiti
Rifinn ostur
Hvítlauksgeiri
Brauð
Aðferð:
Forhitið ofninn í 220°gráður.
Skerið laukinn í þunnar ræmur og setjið hann í pott ásamt smjöri og leyfið honum að mýkjast á lágum hita í 20 mínútur.
Laukurinn á að vera ljósbrúnn og soðinn. Passið að brenna hann ekki.
Setjið vatn í pott ásamt kjötkrafti og búið til soð á meðan að laukurinn er að brúnast.
Þegar laukurinn er tilbúinn bætið þið hvítvíni og matskeið af hveiti út í og hrærið vel saman.
Soðinu er síðan bætt út í og súpan látin malla í 10 mínútur.
Smakkið til með salti og pipar.
Ristaðu brauðið og nuddið hvítlauksgeira á brauðið.
Setjið súpuna í tvær skálar sem þola að fara inní ofn og brauðsneiðarnar ofan á ásamt osti.
Setjið skálarnir inn í ofn á háan hita og takið út þegar osturinn er bráðnaður.
Vinó mælir með Willm Pinot Gris Reserve með þessum rétt.