Pulled pork borgari
Uppskrift: Linda Ben
Bjórleginn pulled pork borgari:
- 1 lítil/meðal stór bóg svínasteik
- 3 stk hvítlauksduft
- 3 tsk salt
- 3 tsk svartur pipar
- 1 tsk chilli flögur
- 2 tsk sinneps krydd (duft)
- 4-5 hvítlauksgeirar
- 1 stk Stella Artois bjór
- 8 hamborgarabrauð
- 2 dl bbq sósa
- 1 msk sósuþykkir
Aðferð:
- Stillið ofninn á 230ºC.
- Fjarlægið fitulagið af svína bógnum.
- Blandið kryddunum saman í skál, pressið hvítlaukinn einnig út í og nuddið kjötinu upp úr kryddinu þannig það þekji allt kjötið.
- Setjið kjötið í ofnheldan pott með þéttu loki t.d. steypujárns pott (það er einnig hægt að nota gott eldfast mót og loka því vel með nokkrum lögum af álpappír), bakið kjötið í 45 mín.
- Lækkið hitann á ofninum niður í 160°C og hellið 1 stk Stella Artois bjór yfir kjötið, setjið lokið aftur á og haldið áfram að baka það í 2 ½ tíma.
- Takið kjötið varlega upp úr pottinum, það á að vera við það að hrynja í sundur, svo notið góð áhöld til að taka það upp úr pottinum. Geymið soðið í pottinum og setjið kjötið á skurðarbretti.
- Setjið pottinn á hellu og sjóðið soðið. Bætið út í bbq sósu og sósu þykkjara, sjóðið í ca 5 mín.
- Rífið kjötið á skurðarbrettinu og setjið í fallegt mót eða skál, hellið sósunni yfir og blandið saman.
- Útbúið hrásalatið (uppskrift hér fyrir neðan) og hitið hamborgarabrauðin, raðið svo öllu saman og njótið!
Hrásalat:
- ¼ rauðkáls haus
- ¼ kínakáls haus
- 3 gulrætur
- 1 msk majónes
- 1 msk sýrður rjómi
- safi úr ½ sítrónu
Aðferð:
- Skerið kálhausana og gulræturnar niður í mjóar lengjur.
- Bætið út á majónesi og sýrðum rjóma, kreystið yfir sítrónuna og blandið saman.