Hindberja humarsalat

Hráefni

U.þ.b. 400 g skelflettur humar frá Sælkerafisk

2 msk ólífu olía

2 litlir hvítlauksgeirar

½ tsk þurrkað chillí

Salt og pipar

2 msk smjör

100 g Klettasalat

1 mangó

1 dl bláber

150 g hindber

100 g mosarella perlur

1-2 msk furuhnetur

Aðferð

  • Afþýðið humarinn og leggið hann í marineringu með því að setja hann í skál ásamt ólífu olíu, pressið hvítlaukinn út á, kryddið með chillí og salt&pipar. Blandið öllu saman, setjið plasfilmu yfir skálina og látið marinerast inn í ísskáp í eins langan tíma og þið hafið, allt frá 10 mín og upp í sólahring.
  • Skolið öll hráefnin í salatið fyrir utan mosarella perlurnar og fururhneturnar, þerrið vel. Skerið niður mangóið í litla teninga. Setjið öll hráefnin á fallegan disk.
  • Setjið smjör á pönnu og eldið humarinn með marineringunni þar til hann er eldaður í gegn, athugið að ferlið tekur aðeins örfáar mínútur.
  • Setjið humarinn yfir salatið ásamt sósunni sem hefur myndast.
  • Dreifið mosarella perlum og furuhnetum yfir.

 

Vínó mælir með: Adobe Reserva Sauvignon Blanc með þessum rétt.

Uppskrift: Linda Ben