Lambalæri á spænska vísu
Uppskrift: Marta Rún
Hráefni:
- Lambalæri
- Chorizo pulsa skorin í litla bita
- 5 hvítlauksgeirar skorna í helming
- 1 msk paprikuduft
- 1 msk ólífuolía
- ½ bolli brandy eða sherry
- 1 tsk saxað timían
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°
skerið lítil göt á lærið og setjið chorizo pylsur og hvítlauksgeira í götin.
Blandið saman paprikukryddi, olíu og koníaki í skál og hellið yfir lærið og geymið í kæli í 3 klst.
Setjið lambalærið í eldfast mót og kryddið það með fersku timían, salti og pipar.
Eldið í ofni í klukkustund með lokið á og 15 mínútur án þess að hafa lok.
Sósa
Steikið 2 hvítlauksgeira, ¼ smátt skorinn lauk í litlum potti í nokkrar mínútur. Bætið við eitt glas af rauðvíni og látið sjóða niður. Notið kraftinn úr eldfastamótinu og sjóðið saman í nokkrar mínútur.
Smakkið til með salti og pipar.
Smakkið
Kínóa og kjúklingabauna salat
- 1 bolli kínóa
- 1 bolli (dós) af kjúklingabaunum
- Fetaostur
- ½ rauðlaukur
- Kirsuberjatómatar
- Mangó
- Radísur
- Sítróna
- Ólífuolía
- salt & pipar
Aðferð:
Sjóðið bolla af kinóa á móti 3 bollum af vatni. Hellið á skál með kjúklingabaunum, ólífuolíu, safa úr hálfri kreistri sítrónu, salti og pipar og blandið öllu vel saman.
Skerðu það grænmeti sem þér finnst gott í litla bita og bætið við kínóa blönduna og hrærið saman.
Vínó mælir með Muga Reserva með þessum rétt.