Lambalæri á indverska vísu
Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir
Marinering á lambakjötið
150g hreint jógúrt
1 þumall af fersku smátt söxuðu engiferi
3 pressaðir hvítlauksgeirar
1 msk tómatapúrra
safi úr 1/2 lime
1 tsk kúmen
1 tsk túrmerik
1 tsk þurrkað chilli
1 handlúka af ferskum söxuðum kóríander
Saltið og piprið lambalærið og makið svo mareneringunni yfir allt lærið og setjið inní ísskáp í að minnsta kosti 3 klst.
Takið það svo út úr ísskápnum hálftíma áður en það á að fara inn í ofn.
Steikið lærið í klukkustund á 200 gráðum.
Grískt salat
Tómatar
Gúrka
Rauðlaukur
Fetaostur
1 tsk Oregano
3 msk Olífuolía
2 msk Rauðvínsedik
Skerðu allt grænmetið í litla bita í skál og settu síðan oregano, olíu og edikið og blandaðu saman.
Kúskús
1 bolli kúskús
1/2 granatepli
1/2 dós maísbaunir
1 lúka af söxuðu grænkáli
salt og pipar
Myntu jógúrt sósa
1 lúka smátt söxuð mynta
1 lúka smátt saxaður kóríander
1 pressaður hvítlauksgeiri
1 msk mango chutney
1 bolli grísk jógúrt
Klípa af flögusalti
Skerið lærið niður og berið það fram með sætkartöflumús og öðru meðlæti.
Berið lærið fram með kúskús, salati, jógúrtsósu og sætkartöflumús.
Vino mælir með Dievole Novecento Riserva með þessum rétt.