yfirlitsmynd1

Lambalæri á indverska vísu

Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir

Marinering á lambakjötið

150g hreint jógúrt

1 þumall af fersku smátt söxuðu engiferi

3 pressaðir hvítlauksgeirar

1 msk tómatapúrra

safi úr 1/2 lime

1 tsk kúmen

1 tsk túrmerik

1 tsk þurrkað chilli

1 handlúka af ferskum söxuðum kóríander

Saltið og piprið lambalærið og makið svo mareneringunni yfir allt lærið og setjið inní ísskáp í að minnsta kosti 3 klst.

Takið það svo út úr ísskápnum hálftíma áður en það á að fara inn í ofn.

Steikið lærið í klukkustund á 200 gráðum.

lambalæri í mareningu

Grískt salat

Tómatar

Gúrka

Rauðlaukur

Fetaostur

1 tsk Oregano

3 msk Olífuolía

2 msk Rauðvínsedik

Skerðu allt grænmetið í litla bita í skál og settu síðan oregano, olíu og edikið og blandaðu saman.

 

salat

Kúskús

1 bolli kúskús

1/2 granatepli

1/2 dós maísbaunir

1 lúka af söxuðu grænkáli

salt og pipar

cuscus

Myntu jógúrt sósa

1 lúka smátt söxuð mynta

1 lúka smátt saxaður kóríander

1 pressaður hvítlauksgeiri

1 msk mango chutney

1 bolli grísk jógúrt

Klípa af flögusalti

 

yfirlitsmynd1

 

yfirlitsmynd 2

Skerið lærið niður og berið það fram með sætkartöflumús og öðru meðlæti.

Berið lærið fram með kúskús, salati, jógúrtsósu og sætkartöflumús.

Vino mælir með Dievole Novecento Riserva með þessum rétt.