Kjúklingur með Cointreau appelsínu sósu

Fyrir 4

Hráefni:

1 pakki kjúklingalundir

1 tsk. Soja sósa

10 cl Appelsínusafi

Fyrir sósuna:

20 g sykur

5 cl balsamik edik

20 cl  + 10 cl appelsínusafi

5 cl Cointreau

80 g smjör

Smátt saxaður appelsínubörkur

Aðferð:

  • Látið kjúklingalundirnar liggja í soja sósunni og appelsínusafanum í um klukkustund. Grillið þær í ofni á 200° gráðum í 20 mínútur.
  • Leysið sykurinn upp í balsamik edikinu á vægum hita, bætið appelsínusafanum saman við og saltið og piprið eftir smekk.
  • Bætið Cointreau líkjörnum saman við og rétt áður en kjúklingurinn er borinn fram bætið smjöri út í sósuna ásamt appelsínuberkinum og hrærið vel. Það er gott að bæta smá sultu út í líka en má sleppa.
  • Hellið síðan sósunni yfir kjúklinginn og berið fram með fersku pasta og ný bökuðu brauði.
Share Post