Chicken Marbella
Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir
Hráefni:
- ½ bolli ólífuolía
- ½ bolli rauðvínsedik
- 1 bolli sveskjur
- ½ steinlausar grænar ólífur
- ½ capers og smá af safanum
- 3 lárviðarlauf
- 6 hvítlauksgeirar, pressaðir
- 2 msk oregano
- Salt og pipar
- Tvö kíló af blönduðum kjúklingabitum með beini.
- 1 bolli hvítvín
- 2 msk púðursykur
- Lúka af saxaðri steinselju
Aðferð:
1. Finnið til stóra skál og setjið ólífuolíu, rauðvínsedik, sveskjur, ólífur, capers (ásamt safanum), lárviðarlauf, hvítlauk, oregano, salt og pipar og blandið saman.
Bætið kjúklingabitunum við og veltið upp úr blöndunni.
Setjið plastfilmu yfir og geymið í ísskáp í að minnsta kosti fjóra tíma.
2. Stillið ofninn á 180°.
3. Finnið til stórt eldfast mót og raðið kjúklingnum og blöndunni í mótið. Skinnið á kjúklingnum á að snúa upp. Hellið hvítvíninu í eldfasta mótið og stráið púðursykri yfir.
4. Bakið á 180° í um 50-60 mínútur, hellið safanum í botninum nokkrum sinnum yfir kjúklinginn á meðan hann er í ofninum.
5. Þegar rétturinn er tilbúinn saxið þá smá steinselju og dreifið yfir réttinn áður en hann er borinn fram.
Vinó mælir með Pares Balta Blanc de Pacs með þessum rétt.