Fylltar kjúklingarbringur
Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir
Hráefni:
4 kjúklingabringur
250 g sveppir (takið 5 sveppi til hliðar fyrir sósuna)
2 hvítlauksgeirar
Fersk basilika
1 laukur
1 Philadelpia rjómaostur með hvítlauk og kryddi
1 pakki hráskinka
Sveppa fylling
Saxið hvítlauk og hálfan lauk smátt.
Steikið laukinn á pönnu þangað til að hann er orðinn glær.
Bætið smátt skornum sveppum saman við og matskeið af smjöri og steikið þangað til að sveppirnir eru orðnir mjúkir.
Bætið 3/4 af rjómaostinum saman við og blandið saman.Saxið basiliku yfir, saltið og piprið og slökkvið undir pönnunni.
Kjúklingur
Skerið vasa á kjúklingabringurnar.
Fyllið bringurnar með fyllingunni.
Vefjið parmaskinku utan um hverja bringu.
Lokið vasanum með skinkunni. Einnig hægt að nota tannstöngla.
Steikið bringurnar á alla kanta til að festa hráskinkuna við bringurnar.
Setið bringurnar í eldfast mót og bakið í ofni á 180 ° í 40 mínútur.
Sósa
Steikið sveppina sem voru teknir til hliðar uppúr smjöri þangað til að þeir eru orðnir mjúkir.
Bætið við restinni af rjómaostinum og 2 dl af hvítvíni. Saltið og piprið eftir smekk.
Berið fram með sætkartöflumús og fersku salati.
Vínó mælir með Pares Balta Blanc De Packs með þessum rétt.