Kjúklinga Milanese með hunangs sinnepssósu
Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir
Hráefni:
2 Kjúklingabringur
1 Egg
Hveiti
Brauðrasp
1 Poki klettasalat
Blanda af tómötum
1 Sítróna
Ólífuolía
Dressing:
Hér er hægt að nota dl grískt jógúrt, dl mæjónes eða dl sýrðan rjóma (ég notaði 50/50 mæjónes og sýrðan rjóma)
1 tsk eplaedik
1 msk sinnep
1 tsk hunang
Salt & pipar
Blandið öllu og smakkið til eftir smekk.
Aðferð:
Taktu til þrjá diska, hrærðu saman egg í einum með smá salti og pipar, hveiti og brauðrasp í næsta, salt og pipar í þann þriðja.
Byrjið á því að skera kjúklingabringurnar í þunnar sneiðar. Mögulega hægt að ná fjórum sneiðum úr hverri bringu.
Dýfið svo í hveiti, síðan í egg og þar á eftir í brauðraspblönduna.
Setjið eins og 3 matskeiðar af olíu á pönnu og hitið pönnuna á miðlungshita.
Steikið kjúklinginn á hvorri hlið þar til hann er orðinn gullbrúnn á báðum hliðum og leggið síðan á grind eða á disk með eldhúsrúllu sem dregur í sig mestu fituna.
Þannig verður kjúklingurinn stökkur og góður.
Kreistið sítrónu vel yfir kjúklinginn og berið fram með klettasalati, tómötum, ólífum og sinnepssósunni.
Vinó mælir með Pares Balta Blanc De Pacs með þessum rétt.