Grillaður kjúklingur á spænska vísu

Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir

Hráefni:

1.6 kg kartöflur, skrældar og skornar niður í 2.5 cm sneiðar

4 sítrónur
1 lúka af steinselju
2 kg heill kjúklingur
300 g Chorizo pulsa
2 hvítlauksgeirar
Olía
Salt & pipar

Aðferð:

Forhitið ofninn í 220°.

Sjóðið kartöflur og 2 sítrónur saman í vatni í 5 mínútur. Sigtið vatnið frá og búið til lítil göt á sítrónurnar og komið þeim fyrir inní kjúklingnum.

Skerið stönglana af steinseljunni og komið þeim fyrir í kjúklingnum. Saltið og piprið.

Skerið Chorizo pulsurnar í ½ cm sneiðar.

Finnið til eldfast mót, leggið kartöflurnar og ¾ af Chorizo pulsunum í fatið ásamt saxaðri steinselju og olíu.

Eldið kjúklinginn í ofni í 1 klukkustund og 20 mínútur.

Raðið restinni af pulsunum ofan á kjúklinginn síðustu 15 mínúturnar af eldunartímanum.

Dressing:

Rifið niður sítrónubörk af 2 sítrónum, saxaðri steinselju smátt, pressið hvítlauk og bætið við olíu, salti og pipar.

Berið kjúklinginn fram með klettasalati eða ferskum tómötum og rauðlauk.

Vinó mælir með Muga Reserva með þessum rétt.