Milenese kjúklingur fylltur með mozzarella
Uppskrift: Marta Rún
Hráefni:
4 kjúklingabringur
1 tsk cayenne pipar
Salt & pipar
100 g hveiti
4 egg
100g rasp
1 mozzarella kúla
Olía
1 poki klettasalat
kirsuberjatómatar
parmesan
olía
Balsamik edik
Aðferð:
Hitið ofninn á 160°. Leggið plastfilmu ofan á bretti og kjúklingabringurnar svo ofan á, setjið einnig plastfilmu ofan á. Notið kjöthamar eða tóma vínflösku til þess að berja bringurnar niður í jafn þunnar sneiðar. Passið bara að berja þær ekki of fast þannig að þær rifni. Saltið og piprið bringurnar og kryddið með smá cayenne pipar.
Finnið til 3 djúpa diska. Setjið hveiti í eina skálina ásamt salti, pipar og cayenne. Eggin í aðra skálina með smá salti og hrærið saman. Setjið síðan raspið í síðustu skálina með smá salti og pipar.
Rífið mozzarella ostinn í litla bita og skiptið í fjóra skammta. Raðið einum hlutanum í miðja bringu, notið fingurgómana og bleytið endana á kjúklingunum með vatni og stráið síðan smá hveiti yfir og lokið bringunni.
Takið síðan lokuðu bringurnar og veltið upp úr hveiti, þaðan í eggin og að lokum uppúr raspinu. Hitið upp pönnu á háum hita með 2 cm af olíu. Steikið báðar hliðar í 2-3 mínútur eða þar til þær verða orðnar fallega gullbrúnar. Setjið þær á ofnplötu með smjörpappír og klárið að elda í ofninum í 15 mínútur.
Finnið til stóran disk og setjið klettasalat og tómata á disk og stráið ólífuolíu og balsamikediki yfir. Skerið síðan kjúklinginn í sneiðar og raðið á diskinn og stráið parmesan yfir.
Vinó mælir með Cune Reserva með þessum rétt.