Lax í hvítlauks rjómasósu með sólþurkuðum tómötum

Hráefni

800 g lax

2 msk ólífu olía

½ laukur

4-5 hvítlauksgeirar

1 appelsínugul papríka

150 g sólþurrkaðir tómatar

180 g kirsuberjatómatar

300 ml rjómi

100 g spínat

Salt og pipar

Aðferð

  • Byrjið á því að krydda laxinn með salt og pipar, setja olíu á pönnuna og steikið fiskinn með roðið niður þar til hann er u.þ.b. eldaður í gegn, það er gott að setja lok á pönnuna svo hann eldist örlítið hraðar. Takið laxinn af pönnunni en haldið olíunni og því á pönnunni áfram.
  • Skerið laukinn smátt niður og steikið hann á pönnunni, bætið við olíu eftir þörfum. Skerið hvítlaukinn og paprikuna líka niður og steikið. Skerið sólþurrkuðu tómatana niður og bætið þeim á pönnuna ásamt heilum kirsuberja tómötum.
  • Bætið rjóma á pönnuna ásamt spínatinu og blandið öllu saman. Kryddið með salt og pipar og leyfið að malla í smá stund. Setjið laxinn aftur á pönnuna og hitið hann upp. Berið fram með hýðis hrísgrjónum.

Vínó mælir með: Adobe Reserva Chardonnay með þessum rétt.

Uppskrift og myndir: Linda Ben

Post Tags
Share Post