Lax með kóríander & límónusmjöri, krydduðum hrísgrjónum og fersku salati

Fyrir 4:

 

Lax, 800-1000 g

Hunang, 2 msk

Límóna, 1 stk

Hvítlauksrif, 2 stk

Smjör, 80 g

Kóríander, 10 g

Klettasalat, 75 g

Smátómatar, 200 g

Lárpera, 1 stk

Radísur, 4 stk

Lítill rauðlaukur, 1/4 stk

Basmati hrísgrjón, 2 dl

Fiesta de mexico krydd, 2 tsk / Pottagaldrar

30-35 mín

 

Aðferð

  1. Stillið ofn á 200 °C yfir og undir hita
  2. Saxið kóríander smátt og rífið börkinn af límónunni. Setjið smjörið í lítinn pott og stillið á vægan hita. Pressið 2 hvítlauksrif saman við og kreistið safann úr ½ límónu út í pottinn. Hrærið í þar til smjörið er bráðnað, takið þá af hitanum og hrærið hunangi og kóríander saman við ásamt smá salti.
  3. Setjið 3 dl af vatni í lítinn pott ásamt smá salti og náið upp suðu. Bætið hrísgrjónum og Fiesta de Mexico kryddblöndu út í pottinn og lækkið hitann svo það rétt kraumi í pottinum. Látið malla undir loki í 12-14 mín. Takið pottinn af hitanum og látið hrísgrjónin standa undir loki í 10 mín.
  4. Skerið laxinn í hæfilega bita og setjið í eldfast mót. Saltið laxinn og dreifið svo kóríander- límónusmjöri yfir hann  (berið restina af smjörinu fram með til hliðar).
  5. Bakið laxinn í miðjum ofni í um 15 mín eða þar til hann er fulleldaður.
  6. Sneiðið radísur og rauðlauk þunnt og skerið tómata og lárperu í bita. Setjið í skál með klettasalati, nokkrum dropum af extra virgin ólífuolíu og smá límónusafa og salti á milli fingra. Blandið vel saman.
  7. Kreistið smá límónu yfir laxinn rétt áður en maturinn er borinn fram

Vínó mælir með: Willm Pinot Gris Reserve með þessum rétt.

Uppskrift og myndir:  Matur & Myndir

Post Tags
Share Post