Hvernig á að setja saman fullkominn ostabakka?

Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir

 

Mismunandi áferð- Það er sniðugt að velja osta með mismunandi áferð, t.d. harðan, mjúkan og milli mjúkan. Primadonna, Parmesan og Manchego ostur eru dæmi um harða osta. Camenbert, geitaostur eða ostar með rjómablöndu eru dæmi um mjúka osta og Gouda, blámygluostur eða einhvers konar ostur með kryddblöndu eru milli mjúkir ostar.

Stökkt – Það er alltaf gott að hafa eitthvað stökkt með, kex eða hnetur. (mæli ekki með að velja saltað kex því það getur breytt bragðinu á ostinum).

Sætt – Ferskir ávextir, sulta eða þurrkaðir ávextir passa vel með flestum ostum.

Kjöt – Gott getur verið að hafa tvær tegundir af kjöti. Til dæmis eina krydd pulsu og eina tegund af skinku eða salami.

Svo er bara um að gera að nota ímyndunaraflið. Rúlla til dæmis hrá skinku uppá kex stangir, bjóða uppá ólífur, fetaost eða hvað sem þér dettur í hug. Mjög gott að blanda saman peru, gráðosti og hráskinku. Líka hægt að setja sultu yfir ostinn eða bara beint á bakkann. Það er um að gera að prófa sig áfram og hafa frekar mikið af hverju á bakkanum, það gerir hann fallegri á að líta og girnilegri.

Vinó mælir með Ramon Roqueta Reserva með þessum rétt.