Spaghetti með hráskinku tómötum og ólífum
Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir
Hráefni:
450 g spaghetti
5 hvítlauksgeirar
½ lítill laukur
130 g svartar ólífur án steina
4 smátt skornir tómatar
½ bolli hvítvín
2 msk tómatpúrra
parmesan ostur
lúka af smátt saxaðri steinselju
1 tsk chilliflögur
200 g parmaskinka
Aðferð:
Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum.
Sigtið vatnið frá og hellið smá olíu yfir og hrærið saman.
Steikið hvítlaukinn og laukinn á miðlungshita í 3 mínútur.
Bætið við ólífum og tómötum og steikið í 3 mínútur.
Bætið hvítvíninu við og tómatpúrrunni og hrærið öllu vel saman.
Bætið spaghettíinu við og blandið saman.
Rífið vel af parmesan osti yfir, þurrkað chilli og saxaðri basilíku og rúllið upp nokkra hringi af hráskinku hér og þar eins og myndin sýnir og piprið aðeins með svörtum pipar.
Berið fram með parmesan osti, saxaðir basilíku, svörtum pipar.
Vinó mælir með Lamberti Pinot Grigio með þessum rétt.