Rækju “Scampi” eins og á Cheesecake Factory
Uppskrift: Linda Ben
Hráefni:
1 pakki frosnar risarækjur ca. 12 stk
200 g heilhveiti spagettí
½ tsk matarsódi
1 tsk salt
1 ½ dl góður brauðraspur
3 msk Parmesan ostur
Svartur pipar
Cayenne pipar
3 msk ólífuolía
2-3 dl hvítvín
4-5 hvítlauksgeirar
250 ml rjómi
½ rauðlaukur
18 kirsuberja tómatar (eða aðrir smágerðir tómatar)
Búnt af fersku basil
Aðferð:
- Byrjið á því að velta rækjunum upp úr salti og matarsóda, látið standa rétt á meðan þið gerið skref 2.
- Sjóðið spagettíið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
- Blandið saman brauðrasp og parmesan osti í skál, bætið við pipar og örlítið af cayenne pipar, veltið rækjunum upp úr blöndunni svo þær eru allar vel þaktar.
- Steikið rækjurnar á pönnu með ólífu olíu þangað til þær eru allar bleikar í gegn. Fjarlægið rækjurnar upp úr pottinum og setjið til hliðar. Náið endilega í raspinn sem dettur af rækjunum upp úr pottinum, það er æðislegt að toppa réttinn með því þegar hann er tilbúinn.
- Hellið hvítvíninu út á pottinn, brjótið hvítlauksgeirana og bætið þeim út á. Sjóðið á vægum hita í ca 3-5 mín og bætið svo rjómanum út á.
- Skerið rauðlaukinn smátt niður og bætið honum út í sósuna ásamt fersku basil og tómötunum. Smakkið til með salti, pipar og jafnvel örlítið af grænmetisteningi ef ykkur finnst vanta. Látið sjóða á lágum hita í 5 mín.
- Setjið spagettíið í fallega skál, bakka eða mót, hellið sósunni yfir og raðið rækjunum á.
Vinó mælir með Adobe Reserva Chardonnay með þessum rétt.