Rjómalagað risarækju linguine
Fyrir 4
Hráefni:
Risarækjur, 400 g
Beikon, 8 sneiðar
Linguine, 320 g / Eða spaghetti, jafnvel tagliatelle
Sveppir, 150 g
Laukur, 100 g
Hvítlauksrif, 4 stk
Hvítvín, 80 ml
Rjómi, 250 ml
Fiskikraftur, 1 teningur
Parmesan, 30 g + meira yfir
Sítróna, 1 stk
Fersk steinselja, 10 g
Klettasalat, 50 g
Smátómatar, 150 g
Sósujafnari, ef þarf
Aðferð:
- Stillið ofn á 180 °C blástur.
- Raðið beikoni á ofnplötu með bökunarpappír og bakið í miðjum ofni í 12-14 mín (fylgist með svo beikonið brenni ekki við).
- Færið beikonið á disk með eldhúspappír og þerrið fituna af. Leyfið beikoninu að kólna og grófsaxið það svo.
- Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakka.
- Saxið lauk og rífið eða skerið sveppi í bita. Hitið olíu á stórri pönnu og steikið sveppina þar til þeir eru farnir að brúnast aðeins.
- Bætið lauk út á pönnuna og steikið þar til laukurinn er orðinn glær og mjúkur. Pressið hvítlauk út á pönnuna og steikið í 1-2 mín. Saltið aðeins.
- Bætið hvítvíni út á pönnuna og látið sjóða niður um helming. Bætið rjóma út á pönnuna, rífið parmesan ost og hrærið saman við rjómann ásamt fiskikrafti.
- Bætið rækjunum út á pönnuna og látið sósuna malla í nokkrar mín þar til rækjurnar eru fulleldaðar og sósan búin að þykkjast svolítið. Notið sósujafnara ef þarf. Smakkið til með salti og pipar.
- Saxið steinselju smátt og rífið börkinn af ½ sítrónu.
- Blandið pasta, steinselju, sítrónuberki og beikoni saman við rækjurnar og sósuna á pönnunni.
- Rífið veglegt magn af parmesan osti yfir og berið fram með klettasalati og smátómötum.