Spaghetti Carbonara

Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir

Hráefni fyrir 2:

200 g Spaghetti

25 g beikon

2 teskeiðar olífuolía

2 egg

50 g parmesan ostur

svartur pipar

Aðferð:

Sjóðið pasta í söltu vatni samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.

Steikið beikon á pönnu þangað til að það er orðið stökkt.

Aðskiljið eggjarauðurnar í skál og bætið rifnum parmesan osti og pipar út í og hrærið vel saman.

Þegar spaghetti er tilbúið sigtið það frá vatninu og bætið því út á pönnuna hjá beikoninu og blandið vel saman.

Hellið eggjablöndunni yfir þegar spaghetti hefur aðeins fengið að kólna og blandið saman.

Berið fram með hvítlauksbrauði, parmesanosti, tómötum, basil og mozzarella osti með olífuolíu og balsamic ediki.

Vinó mælir með Lamberti Pinot Grigio með þessum rétt.