Spaghetti Carbonara

 

Spaghetti Carbonara er að okkar mati einn besti pastaréttur veraldar. Rétturinn er upprunninn frá héraðinu Lazio, nánar tiltekið Róm. Þennan dásamlega rétt er hægt að finna í ótal útgáfum en þessi uppskrift frá hinum þekkta ítalska sjónvarpskokk Gennaro Contaldo, rígheldur sig við upprunann, sem er nú oftast bestur.

 

Fyrir 4

 

Hráefni

1 msk. Extra virgin ólívu olía

200 g svína kinn (má nota beikon líka)

4 stórar eggjarauður

75 g rifinn pecorino ostur (má nota parmesan ost)

Salt og svartur pipar

400 g spaghetti – ferskt eða þurrt

 

Aðferð

  • Sjóðið spaghetti samkvæmt leiðbeiningum. (saltið vatnið)
  • Hitið olíu á pönnu og steikið kjötið þangað til að það er orðið vel stökkt.
  • Hrærið eggjarauðurnar og pecorino ostinn saman í skál og saltið og piprið eftir smekk.
  • Takið smá pasta vatn til hliðar (1-2 dl).
  • Færið spaghetti yfir á pönnuna með kjötinu og bætið smá pasta vatni saman við og hrærið saman við vægan hita. Takið pönnuna af hitanum.
  • Hellið eggjablöndunni út á pönnuna og blandið henni vel saman við. Bætið pasta vatni eftir þörf.
  • Berið fram með rifnum pecorino osti og svörtum pipar.

Vínó mælir með: Lamberti Pinot Grigio með þessum rétt.

Uppskrift: Gennaro Contaldo

Share Post