Spaghetti með kúrbít, sveppum og truffluolíu
Uppskrift: Marta Rún
Hráefni:
Spaghetti
1 pakki sveppir
½ kúrbítur
1 hvítlaukur
2 msk steinselja
2 tsk truffluolía
2 egg
50 g parmesan ostur
pipar og salt
Aðferð:
Sjóðið spaghetti eftir leiðbeiningum. Gott að bæta smá salti út í vatnið.
Steikið sveppina, hvítlaukinn og steinseljuna uppúr smjöri þangað til að sveppirnir eru farnir að mýkjast.
Bætið þá kúrbítnum saman við.
Hrærið saman tvær eggjarauður, rifinn parmesan ost og truffluolíu.
Og piprið og saltið eftir smekk.
Hellið spaghettíinu út á pönnuna þegar það er tilbúið og blandið saman. Slökkvið á hellunni.
Hellið eggjablöndunni yfir og blandið vel saman.
Vinó mælir með Ramon Roqueta Reserva með þessum rétt.