Spaghetti með möndlupestói

Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir

Hráefni:

½ bolli ristaðar möndlur, ristaðar í 10 mínútur í 200° ofni
¾ bolli sólþurrkaðir tómatar
1 lúka steinselja
1 lúka basilika
2 hvítlauksgeirar
½ tsk chiliflögur
½ tsk salt
1/3 bolli ólífuolía
¼ bolli rifinn parmesan ostur
400g spaghetti
100 g burrata eða mozzarella ostur

Aðferð:

Setjið ristuðu möndlurnar í matvinnsluvél í nokkrar sekúndur.

Bætið tómötum, steinselju, basiliku, hvítlauk, chilliflögum og salti útí matvinnsluvélina og búið til mauk sem minnir á gróft hnetusmjör. Það er betra að hafa maukið aðeins gróft.

Færið pestóið yfir í stóra skál og rífið parmesan ost útí og blandið saman.

Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum og bætið smá salti út í vatnið við suðu.

Þegar pastað er tilbúið takið 1 bolla af pastavatninu frá og sigtið restinu af vatninu frá.

Hellið pasta vatninu sem þið tókuð til hliðar út í pestóið smátt og smátt þangað til að pestóið er orðið mjúkt og rjómakennt.

Blandið þá pastanu saman við pestóið og rífið burrata eða mozarella bita yfir ásamt ferskri basiliku og parmesan osti. Einnig er gott að hafa sólþurrkaða tómata.

Vinó mælir með Ramon Roqueta Reserva með þessum rétt.