Nutella pönnupizza með ís
Uppskrift: Linda Ben
Hráefni:
- Tilbúið pizzadeig
- 2-3 msk nutella
- u.þ.b. 10 kirsuber (magn fer eftir smekk)
- u.þ.b. 12-15 brómber (magn fer eftir smekk)
- u.þ.b. 1 dl bláber (magn fer eftir smekk)
- Nokkur lauf fersk mynta (magn fer eftir smekk)
- Vanillu rjómaís (magn fer eftir smekk)
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 220°C.
- Setjið um það bil 1 msk af olíu í 30 cm steypujárnspönnu og smyrjið pönnuna vel að innan.
- Setjið pizzadeigið ofan í pönnuna og teygið pizzadeigið vel ofan í svo það þekji út í alla kanta pönnunnar. Setjið pönnuna inn í ofninn og bakið deigð í um það bil 15 mín eða þar til botninn er orðinn fallega gullin brúnn.
- Á meðan pizzan er inn í ofninum, skolið berin, skerið kirsuberin í tvennt og fjarlægjið steininn.
- Takið pizzuna út úr ofninum, leyfið henni að kólna í um það bil 3-5 mín, smyrjið hana með nutella, skreytið með berjum, myntulaufum og ís.
Vinó mælir með Lamberti Prosecco með þessum rétt.