Ribeye steikur með tómatsmjöri og parmesan kartöflum
Fyrir 2
Hráefni
Ribeye steikur, 2x 250 g
Ósaltað smjör, 50 g / Við stofuhita
Tómatpúrra, 15 g
Hvítlaukur, 2,5 g (1 lítið rif)
Kartöflur, 400 g
Parmesan ostur, 25 g
Steinselja, 4 g
Romaine salat, 70 g
Kirsuberjatómatar, 5 stk
Rauðlaukur, ¼ lítið stk
Balsamic edik, 1 msk
Ólífuolía, 2 msk
Hunang, ½ tsk
Aðferð
- Stappið saman tómatpúrru, 50 g smjör og hvítlauk. Smakkið til með salti og rúllið tómatsmjörinu svo þétt inn í plastfilmu. Geymið í kæli.
- Takið kjötið úr kæli 1 klst áður en á að elda það.
- Stillið ofn á 180 °C með blæstri.
- Skerið kartöflurnar í bita og veltið upp úr olíu, salti og pipar. Dreifið kartöflunum yfir ofnplötu með bökunarpappír og bakið í 30-35 mín eða þar til kartöflurnar eru orðnar fallega gylltar. Færið kartöflurnar í skál, saxið steinselju og rífið um 10 g af parmesanosti og hrærið saman við kartöflurnar.
- Skerið eða rífið romaine salat eftir smekk. Skerið rauðlauk í þunnar sneiðar, skerið tómata í bita og notið skrælara eða ostaskera til þess að gera þunnar parmesan sneiðar úr restinni af parmesanostinum.
- Pískið saman balsamic edik, ólífuolíu, hunang og smá salt.
- Setjið grænmetið í skál og veltið upp úr salatdressingunni rétt áður en maturinn er borinn fram.
- Nuddið nautakjötið með olíu og saltið og piprið rausnarlega. Hitið pönnu þar til hún er orðin mjög heit. Bætið smá olíu út á pönnuna og því næst kjötinu. Látið steikurnar liggja óhreyfðar í 2 mín á annari hliðinni, snúið þeim og látið liggja óhreyfðar í aðrar 2 mín. Bætið smjörklípu út á pönnuna og steikið steikurnar áfram í um 2 mín (6 mín samtals) fyrir medium rare steikingu en snúið þeim á um 30 sek fresti.
- Skerið tómatsmjörið í skífur og berið fram með steikunum.