Indverskt kjúklingasalat
Hráefni fyrir kjúklinginn:
1 pakki úrbeinuð kúklingalæri
1 tsk karrý
1 tsk chilliduft
1/2 lime safi
Ólífuolía
salt og pipar
Aðferð:
Skerið kjúklinginn í litla bita og blandið honum saman við önnur hráefni og geymið í kæli í 2 klst.
Raðið kjúklingabitunum á spjót og steikið á pönnu þangað til að kjúklingurinn er orðinn full eldaður.
Hráefni fyrir salatið:
Rauðlaukur
Avokadó
Mango
Gúrka
Salat sósa
1 dós hreint jógúrt
2 msk Mango chutney
1/2 tsk karrý
1/2 ferskt chilli (má sleppa)
Berið salatið fram með söxuðum salthnetum og pistasíum.
Vinó mælir með Adobe Reserva Rose með þessum rétt.