Lambakjötssalat með ferskjum og mozzarella osti

Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir

 

Salat

1 stk lambafille

1 stk ferskja

1 stk kúrbítur

Salatblanda eftir smekk

1 stk mozzarella ostakúla

1 stk rauðlaukur

Salt & Pipar

Sósa

1 lítil dós grískt jógúrt

Safi úr hálfri sítrónu

1 tsk Dijon sinnep

1 msk ólífuolía

klípa af salti

saxaðar ferskar kryddjurtir eftir smekk

Aðferð:

  1. Finnið til stóran disk eða skál og veljið þá salatblöndu sem ykkur þykir best.
  2. Skerið laukinn í þunnar sneiðar og rífið mozzarella kúluna í litla bita yfir salatið.
  3. Finnið til grillpönnu, steikið lambakjötið þangað til að það er orðið miðlungssteikt. Kryddið kjötið með salti og pipar og leggið það til hliðar.
  4. Skerið kúrbít í hálfmána sneiðar og steikið í nokkrar mínútur þangað til það er komið með fallegar grillrendur.
  5. Þá næst skuluð þið skera ferskjurnar niður í sneiðar og grilla þær líka á pönnunni þar til þær hafa fengið fallegar grillrendur.
  6. Blandið öllum hráefnum saman í skál fyrir dressinguna og smakkið til.
  7. Raðið öllu yfir salatblönduna með smá salatdressingu ásamt því að bera dressinguna með til hliðar.
  8. Saltið og piprið yfir salatið og berið fram.

Vinó mælir með Ramon Roqueta Reserva með þessum rétt.