Salat með ofnbökuðu graskeri
Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir
Hráefni:
- 3 msk ólífuolía
- 600 g grasker/sætar kartöflur skrældar og skornar í 1 cm teninga
- 1 tsk salt
- ½ tsk pipar
- ½ tsk cayenne pipar
Aðferð:
- Stillið ofninn á 200°
- Setjið alla teningana í skál og hellið olíu, salti, pipar og cayenne pipar og blandið öllu vel saman.
- Finnið til ofnskúffu eða stórt eldfast mót og setjið bökunarpappír í botninn.
- Raðið teningunum í mótið og bakið i 15 mínútur.
- Takið út ofninum, snúið aðeins við og hrærið í og setjið aftur í ofninn í 10-15 mínútur þangað til þeir eru orðnir aðeins brúnir og stökkir.
- Látið aðeins kólna áður en þeir fara á salatið.
- Salatblanda
- Klettasalat eða hvaða salatblanda þér finnst góð
- ½ granatepli
- ½ þunnt skorin rauðlaukur
- graskersfræ eða einhverskonar hnetublanda
- 100 g geitaostur
Dressing
- 2 msk balsamic edik
- 1 msk dijon sinnep
- 1 msk hunang
- 1 pressaður hvítlauksgeiri
- 3 msk ólífu olía
- salt og pipar
Allt hrist vel saman i krukku og sósan síðan hellt yfir salatið.
Vinó mælir með Muga Rósavín með þessum rétt.