Steikarsalat með gráðosti
Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir
Hráefni:
400g nautasteik
1 msk ólífuolía
Salt og pipar
2 msk smjör
2 msk hunang eða púðursykur
2 perur skornar í miðlungs munnbita
¾ bolli pecan hnetur
100 g gráðostur (ég notaði Gorgonzola, ef þú ert ekki fyrir gráðost getur þú notað camembert)
1 poki klettasalat
Salatdressing:
1 msk Dijon sinnep
1 msk rauðvínsedik
½ tsk hunang
1/3 bolli ólífuolía
salt og pipar
Öllum hráefnum er blandað vel saman í skál.
Aðferð:
- Takið nautakjötið út úr ísskápnum, saltið og leyfið kjötinu að ná stofuhita.
- Hitið pönnu á miðlungshita, bætið olíu á pönnuna og þegar hún er farin að hitna aðeins
skellið þá steikinni á pönnuna og eldið hana á hvorri hlið í 4-5 mínútur.
Ef þið viljið hafa steikina medium þá bætið þið 5 mínútum við steikingartímann.
Leggið steikina svo á disk og leyfið henni að hvílast í 10 mínútur. - Bræðið smjör á pönnu og bætið púðursykri við og leyfið honum að leysast upp.
Bætið þá perubitunum útá pönnuna og steikið þær þangað til að þær eru farnar að mýkjast.
Takið perurnar af pönnunni og bætið hnetunum út á pönnuna og ristið í 2 mínútur. - Skerið steikina niður í þunnar sneiðar. Dreifið klettasalati yfir salatskálina eða diskinn sem þið ætlið að bera salatið fram í.
Raðið steikarsneiðunum yfir, bætið perunum, hnetunum og gráðostinum ofan á.
Hellið smá salat dressingu yfir og berið restina af henni fram með salatinu.
Vinó mælir með Ramon Roqueta Reserva með þessum rétt.