Sítrónu Dill Lax
Fyrir 3
Hráefni
Lax, 500 g
Sæt kartafla, 400 g
Avocado, 1 stk
Klettasalat, 30 g
Smágúrka, 1 stk
Rauðlaukur, ¼ lítið stk
Ólífuolía, 5 msk
Sítróna, 1 stk
Hvítlaukur, 2 rif
Sýrður rjómi 10%, 3 msk
Majónes, 2 msk
Ferskt dill, 3 msk smátt saxað
Parmesanostur, 1 msk mjög smátt rifinn
Aðferð
- Stillið ofn á 180 °C með blæstri.
- Skerið sæta kartöflu í bita og veltið upp úr smá olíu, salti og pipar. Dreifið yfir ofnplötu með bökunarpappír og bakið í miðjum ofni í um 30 mín.
- Hrærið saman majónes, sýrðan rjóma, 1 msk af dilli og pressið ½ hvítlauksrif saman við. Smakkið til með salti of og smá kreistu af sítrónusafa. Geymið í kæli.
- Rífið börkinn af ½ sítrónu og pressið 1 hvítlauksrif. Setjið í skál með 2 msk af söxuðu dilli, 3 msk af ólífuolíu og smá salti.
- Skerið lax í hæfilega bita og nuddið með smá olíu og salti.
- Hitið olíu á pönnu við frekar háan hita. Bætið smá olíu út á pönnuna þegar hún er orðin mjög heit og steikið laxinn í 2 mín á kjöthliðinni. Færið laxinn í eldfast mót og smyrjið rausnarlega með sítrónu dill marineringunni. Bakið laxinn í um 6-8 mín (fer eftir þykkt bitanna).
- Pískið saman 2 msk af ólífuolíu, 2 tsk af sítrónusafa, 1 msk af smátt rifnum parmesan osti, ½ hvítlauksrif, smá sítrónubörk og salt eftir smekk.
- Skerið lárperu í sneiðar, skerið tómata í bita, sneiðið agúru og skerið rauðlauk í þunna strimla. Setjið í skál með klettasalati og veltið upp úr salatdressingu eftir smekk.