Stökkir honey BBQ kjuklingavængir

Uppskrift: Karen Guðmunds

Hráefni:

1 pakki af kjúklingavængjum

2 msk. ólífuolía

1 tsk. hvítlaukskrydd

1/2 tsk. laukkrydd

1/2 tsk. paprikukrydd

1/2 tsk. salt

1/2 tsk. pipar

Honey BBQ sósa:

1 1/2 bolli BBQ sósa

4 msk. hunang

2 msk Djion sinnep

2 tsk. sriracha sterk sósa

Aðferð:

  1. Hitið ofnin á 200ºc
  2. Létt þurrkið kjúklingavængina með eldhúspappír til að ná mestu bleytunni af.
  3. Hellið 2 msk af ólífuolíu yfir kjúklingin og setjið í poka, mér persónulega finnst best að nota Ziplock poka. Blandið ofan í pokann öllum kryddum (hvítlaukskryddi, laukkryddi, paprikukryddi, salt og pipar). Hristið pokann vel til að fá kryddið á alla vængina.
  4. Setjið á ofnplötu og eldið við 200ºc í 40 mínútur, snúið vængjunum eftir 20 mín.
  5. Eftir 40 mín, setjið á grillið á ofninn og leyfið að grillast í 10 mínútur, svo að vængirnir verða stökkir.
  6. Hitið sósuna (allt hráefnið saman) á miðlungsháum hita á meðan vængirnir eru að grillast. Hitið þar til sósan byrjar að sjóða.
  7. Þegar kjúklingavængirnir eru tilbúnir, takið úr ofninum og setjið í skál, hellið hunangs BBQ sósunni yfir kjúklingavængina.
  8. Berið fram með smátt söxuðum graslauk, gráðostasósu, sætkartöflufrönskum og ekki gleyma ísköldum Corona bjór með.