Humarsúpa eins og hún gerist best
Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir
Hráefni:
- 800 g humar
- 8 msk smjör
- 2 msk ólífuolía
- 2 gulrætur
- 2 sellerí
- 1 laukur
- 2 msk tómatpúrra
- 2 tsk paprikukrydd
- Salt
- Pipar
- 2,5 líter sjávarrétta eða fiskisoð
- 2 hvítlauksgeirar
- 1 msk karrý
- 1 tsk chillisulta
- 500 ml rjómi
- 1 dl þurrt hvítvín
- 1 búnt steinselja
Aðferð:
1. Takið humarinn úr skelinni. Finnið til pott og bræðið 1 msk af smjöri við miðlungshita og steikið skeljarnar, gulræturnar, selleríið og hálfan lauk þangað til grænmetið er orðið mjúkt. Bætið tómatpúrru, paprikukryddi, salti og pipar útí og steikið saman í um 2 mínútur. Bætið fiskisoðinu við og látið malla í 1,5 klst. Sigtið soðið frá í lokinn.
2. Notið sama pott. Bræðið 3 msk af smjöri og steikið hinn helminginn af lauknum og hvítlaukinn þangað til laukurinn er orðinn mjúkur. Bætið við karrýkryddi og steikið í rúma mínútu til viðbótar. Bætið við 1 bolla af rjóma, 1 dl af hvítvíni og chillísultu útí og sjóðið saman á lágum hita í 15-20 mínútur. Bætið soðinu saman við og látið malla í aðrar 30 mínútur.
3. Léttþeytið restina af rjómanum. Bræðið smá smjör á pönnu við miðlungshita. Saltið og piprið humarhalana á báðum hliðum og steikið uppúr smjörinu í 3-5 mínútur.
Setjið súpuna í skál, nokkra humarhala útí og berið fram með þeyttum rjóma og steinselju.
Vinó mælir með Adobe Chardonnay Reserva með þessum rétt.