Saltkjöt og baunir – túkall! (og dökkur bjór).
Það hefur löngum verið þrautin þyngri að para saman sér-íslenskan hátíðamat og vín, samanber jólamatinn. Þar er oftar en ekki heillaráð að hvíla vínið og opna bjór í staðinn. Sama er uppi á teningnum þegar blessað saltkjötið er á borðum á Sprengidag. Svona brimsaltur matur valtar nánast yfir hvaða vín sem er og mun álitlegri pörun er að bera á borð dökkan bjór og einkum ef hann felur í sér svolitla karamellusætu til að takast á við saltið í kjötinu.
Vínó mælir með:
Leffe Brune: Dökkt belgískt öl með öll helstu einkenni til að fara vel með saltkjöti. Rafbrúnn. Mjúkur, ósætur, miðlungsbeiskja. Ristað malt, karamella, negull.