Halloween eða hrekkjavaka er um helgina og það gefur okkur tilefni til að skála í þessum ljúffenga drykk! Enda viljum við þessa dagana nota hvert tækifæri til að gera okkur glaðan dag, skapa skemmilega stemningu og hafa gaman. Epla Mickey finn, vodki, kryddað sykursíróp, sódavatn og klakar. Þessi blanda er frábær, ríkjandi epla, kanil og engifer bragðið gefur drykknum hátíðlegan blæ. Sykursírópið setur svo punktinn yfir i-ið en ekki láta það stoppa ykkur því það er svo ofur einfalt að útbúa og gerir drykkinn einstaklega góðan! Þið getið síðan notað sírópið í aðra drykki því það geymist í u.þ.b. mánuð í ísskáp.
Grænn Hrekkjavöku drykkur
Hráefni:
4 cl epla Mickey finn
2 cl Russian standard vodka
3 cl sykursíróp
1 ½ dl sódavatn
Klaki
Epli & kanilstöng til að skreyta
Sykursíróp
200 g sykur
200 ml vatn
2 stk kanilstangir
3 stk stjörnu anís
1 msk negulnaglar
1 tsk malað engifer
Aðferð:
Hellið Mickey finn, vodka og sykursírópi og hrærið saman. Blandið svo sódavatni saman við og toppið með klökum.
Skreytið með kanilstöng og grænni eplaskífu og njótið.
Kryddað sykursíróp
Blandið saman vatni, sykri, kanilstöngum, anís, negulnöglum og engifer.
Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Tekur nokkrar mínútur.
Hellið sykursírópinu (ég læt kryddið fara með) ofan í flösku eða annað ílát og geymið í ísskáp. Geymist í u.þ.b. einn mánuð.